Í dag fórum við upp fyrir Hellisheiðarvirkjun, gengum þar á góðan hól í blíðunni og nutum útsýnisins. Við vorum á leið til Óttars Haraldssonar í afmælisveislu í Holtunum. Óttar er flottur á því, hann á ekki bara afmæli á bjórdaginn heldur er hann líka með sundlaug í garðinum. Tíkin Arwen fékk að sjálfsögðu að skottast með. Við höfum verið að æfa hana í að vera til friðs í bílnum en í fyrsta skipti sem við fórum með hana vældi hún og spangólaði allan tímann. Nú er hún eins og ljós, situr kyrr eða liggur og dormar. Þeim, sem vilja læra að venja hunda af ósiðum, er bent á Brynjar hundasálfræðing!

Á toppnum

Frábært að fá að hlaupa frjáls úti í náttúrunni
Þetta er verulega spennandi og myndirnar frábærar, getur Brynjar ekki tekið köttinn minn í meðferð?