Við fögnuðum of snemma! Dísin Arwen hefur aftur tekið upp fyrri ósiði í bílnum og er nú fallin í ónáð hjá hundasálfræðingnum. Hún er mjög góð í að vera ein heima, liggur í bæli sínu og hlustar á rás eitt, sötrar vatn og nagar bein, hún er til fyrirmyndar í alla staði nema í bílnum. Hvað er til ráða?

Fílar sig ekki í bíl
Þarf ekki bara að tengja bílferðina við eitthvað verulega gott?
Hvað segir Cecar?
Nú eru bílferðirnar ávallt tengdar því að fá að hlaupa úti, frjáls og ólarlaus og hún ólmast og ræður sér varla fyrir gleði. Hún hlakkar alltaf til að fara og stekkur upp í bílinn með bros á vör. Brynjar fór með hana í gær í mjúku taubúri og hafði hana afturí, hún vældi og gólaði og tætti búrið í sundur! Hins vegar vill hún fá að sitja frammí, Brynjar prófaði að fara með hana þannig í stutta ökuferð í gær, þá var hún alsæl. En það er nú bara ekki í boði. Nú reiði ég mig á Cezara Íslands!
Er þetta ekki bara eins og með börnin í sælgætisbúðinni? Fara aftur í, kippa í ólina og sussa. Leggja ekki af stað fyrr en kvikindið er orðið stillt. Stoppa og endurtaka eftir þörfum.
Eða fá sér kött?
Kannski er þetta bara gamla góða frekjan!
Þá er bara eitt til ráða. Láta hana vera þar sem hún á að vera og stoppa ekki fyrr en hætt er að væla… eitthvað þannig
Einfalt!!
Hlusta ekki á vælið, góðir eyrnatappar eða iPod í eyrun og keyra svo hringveginn..
hæ mamma , ég sá í fréttablaðinu í dag ( 07.03.09 ) varðandi hunda og hárlos.
á bls 17 🙂
lestu það 😉
..tengist ekkert bílnum .. bara .. hárunum sem eru bókstaflega um allt !