
Fleiri svona á þing?
Nú funda stóru stjórnmálaflokkarnir hver um annan þveran og svokölluð kosningabarátta er að komast í algleyming hjá öllu batteríinu. Það þarf að tryggja völdin, halda sinni þægilega innivinnu og þeim bitlingum sem rekið hafa á fjörurnar. Þegar ég sé þetta fólk, með hvítþvegnar ásjónurnar, gömlu þreyttu stefnumálin og úldna frasana verður mér bara illt.
satt segir þú systir, – það er ekki mikilla breytinga að vænta úr næstu kosningum, – því miður!
Já það er rétt sama tuggan byrjuð aftur þó reyndar sé eitt og eitt nýtt andlit – Maður bjóst við að það myndu rísa upp fleiri nýjar stórnmálahreyfingar núna en endranær. Nei það rífast flestir bara í sínum kaffistofum og ekkert gerist meir.
Það er sko FULLT af frambærilegu fólki úti í þjóðfélaginu því ekki að taka höndum saman og stofna nýtt afl ??? koma svo !
Joju á þing!