
Allt á fullu
Ég er femínisti og líka kvenremba sem er ekki það sama. Í uppeldinu hefur mamma alltaf sagt að við systur stæðum jafnfætis hvaða karli sem er, gætum gert allt sem karlar geta og ættum að aldrei að láta bjóða okkur nokkra mismunun vegna kynferðis. Hún hefur alltaf lagt á það ríka áherslu að við ættum ekki að eignast börn fyrr en námi er lokið og að mikilvægast af öllu sé að vera fjárhagslega sjálfstæður. Þetta er allt saman alveg hárrétt hjá henni. Fyrst fannst mér því frekar fúlt þegar Brynjar fór að stjórna málningarvinnunni, skipa mér fyrir og senda mig í alls konar snatt meðan hann var rosa macho að rúlla. Ég verð að brjóta odd af oflæti mínu. Það er nefnilega ansi margt sem ég, kvenremban, kann ekki (og nenni ekki) sem Brynjar er góður í, t.d. að setja upp ljós, spartla og múra, bora, setja saman sturtuklefa, rúlla loft og leggja parket. Á meðan mála ég í laggirnar, sópa og þríf málningarslettur, teipa, lakka ofna og gluggapósta, þríf skápa, sendist í búð, skrúfa lok á innstungur, rétti honum það sem hann vantar og hef til mat og drykk. Og þetta gengur ágætlega núna, eftir að ég sætti mig við að verkaskipting er sjálfsögð svo hæfileikar hvors okkar um sig njóti sín sem best.
höhummmm….marga fjöruna hef ég sopið í þessum málum!!… til ábendingar, ef þú ert að sauma t.d. gardínur sem er svipað stúss kringum heimili og að mála, er þá eldað fyrir þig, er þér réttir títuprjónar, skæri, tali ekki um haldi í efnið og máti með þér og mæli ?? …..Karlmenn eru „sjálfskipaðir“ verkstjórar í svona vinnu en eru ekki endilega bestir í því ! Þetta er samvinna og mikilvægt að samskiptin séu á jafnréttisgrundvelli. Þú getur alveg eins rúllað eins og hver annar og sparslað, það er ekkert mál, þetta æfist eins og hvað annað, þú myndir gera þetta ef þú værir ein og þróa með þér hæfileikann. Minnug textans góða : hvað er svona merkilegt við það að vera karlmaður ??? Er það eitthvað sérstakt ??
Ég kann ekki að sauma heldur!
Brynjar saumar og Steina réttir títuprjónana o.s.frv. Minnir mig á að ég á 13 metra af gardínuefni ósaumaða. Kannski ég ætti að sannfæra Agga minn um að hann sé sá eini rétti í saumaskapinn?
Aggi er sá eini rétti yfrleitt, punktur 15
Steinunn þú ert svo klár að þú getur gert allt sem þú vilt og hana nú !!
Nú veit ég! Steina og Aggi sauma gardínurnar fyrir mig! punktur 15 – hvað þýðir það?