Popppunktur dr. Gunna og Felixs sem sýndur er á föstudagskvöldum er stórskemmtilegur þáttur. Hann er útpældur, hugmyndafræðin mögnuð (fjölbreytni, grín og nördagangur), gaman að sjá frægar íslenskar hljómsveitir spreyta sig og sviðsmyndin er algjört æði! Ég kann fæst svörin en skemmti mér konunglega.

Ekkert smá mikil krútt
Sammála!
Já þetta eru dásamlegir þættir, sérstaklega hvað þeir eru lítið tæknivæddir, dr. Gunni flettir pappaspjöldum til að sýna stigin 🙂 gaman að þessu !