Þá er enn ein helgin liðin í aldanna skaut. Ég mætti eins og vanalega í kvennahlaupið með Sossu, rúlluðum upp fimm kílómetrum án þess að blása úr nös. Hvar voruð þið, Þura, Nína, Hella og allar hinar, mínar frábæru systur, frænkur og vinkonur? Arwen hljóp með okkur, hún var án efa stærsti hundurinn í hlaupinu og sá sem vakti mestan ugg (og aðdáun) en þarna voru alls konar hundar samankomnir með eigendum sínum, sumir voru íklæddir kvennahlaupsbol, aðrir í bleikum burberry-regnkápum og nokkrir í heimaprjónuðum lopapeysum.
Nú er Bjólfskviða loksins komin á dvd, þar má sjá Brynjari bregða fyrir ef maður rýnir vandlega en hann lék í myndinni síðsumars 2004.

Ekki alveg nógu gott handrit hjá Sturlu og Óttar hefði mátt komast í klippigræjurnar

Til hvers að hafa Gerard Butler í aðalhlutverki þegar völ er á svona glæsibringu?
Ég var að prjóna og éta og sofa
Ég gekk Hellismannaleið, ábyggilega 4 sinnum 5 km, gekk í sandi og hrauni, upp og niður fjöll og fyrnindi. Helga, Begga, Björg og Halli örkuðum þetta og Jóhanna Sigrún tók 7 km af leiðinni og var þá sótt af landverju Landmannahellis.
Hefði komið í malbiksskokkið með ykkur Sossu ef ég hefði verið í bænum….og þó !!!!
… þoli ekki kvennahlaup….. svo einfalt er það…. margar kerlingar smankomnar móðar og másandi….. nei takk – hef einu sinni tekið þátt og þá tognaði ég á leiðinni í bílinn…. allt of langt í bílastæðin og bara bölvað vesen….. ég bakaði lummur og lét vel að bónda mínum – það var mitt kvennahlaup