Dýrafjörður

Sumarkvöld

Ekið inn Dýrafjörðinn á fögru sumarkvöldi. Stutt í að sólin hverfi bak við fjöllin. Seinna um kvöldið lögðum við bílnum á Holtsbryggju í Önundarfirði. Þar voru steiktar fiskibollur bornar fram með hvítlaukssoðnum kartöflum, rjómalagaðri tómatsósu og fersku salati. Vindurinn vaggaði okkur í svefn og við vöknuðum árla næsta morgun við kríusöng…

4 athugasemdir

  1. Á ég að trúa því að þú hafir ekki stoppað í firðinum fagra?
    Þetta er fallegasti staður á landinu. Það segir mamma mín að minnsta kosti!

  2. Ég hugsaði svo sannarlega til ykkar mæðgna í Dýrafirðinum fagra. Þingeyri er fallegur staður, dúkkuþorp með huggulegri innisundlaug (ef starfstúlkurnar væru ekki svona mikið í tölvunni væri kannski ekki eins mikið af hárum í sturtunum). Svo er þar sætt kaffihús.

Skildu eftir svar við Jónína Ingibjörg Hætta við svar