Jólatréð okkar í ár var einstaklega falleg og stór stafafura sem var Karlakór Kópavogs var með til sölu en áður höfum við alltaf haft nötrandi normansþin. Á síðustu dögum jólanna gaf efsta serían á trénu sig enda orðin gömul. Ég er strax farin að hlakka til næstu jóla, búin að kaupa nýja seríu og skraut á útsölu, hin hagsýna húsmóðir.
Við á útnesinu borgum alltaf fullt verð fyrir okkar jólavörur enda keyptar í hinni árlegu kaupstaðarferð í desember um leið og mjölið og tóbakið. Erum ekkert á þvælingi í janúar og leyfum því öðrum að berjast á útsölunum. Enda vörurnar orðnar dýrar þegar bensínkostnaður bætist ofan á….