Jesús litli *****

Letilíf í dag eins og vera  ber á sunnudegi. Fékk góða gesti í kvöldmat til mín í gær, systur mínar báðar og Jónínu Ingibjörgu, og við fórum svo að sjá Jesú lítla í Borgarleikhúsinu. Það er skemmst frá því að segja að þettas er alveg stórskemmtileg sýning. Snilldarleikur hjá trúðunum þremur, rosalegt hugmyndaflug og æðislegur húmor.

Í dag var einstaklega fallegt veður og himinninn  eins og listaverk. Myndin var tekin í hrauninu við Garðabæ þar sem við röltum í blíðunni með Arwen sem fær þar að hlaupa um, frjáls og frí.

6 athugasemdir

  1. Er með strengi í kinnunum.
    Hvað varstu að laumast rétt við þröskuldinn án þess að kíkja við?
    Var ég kannski ekki við?
    Eða við?

  2. Ekki mæti ég með hundinn inn í blokkina í heimsókn?! Ég lít inn síðar (ath. alltof margir ætla að „líta við“ en það er ekki það sama og líta inn. „Líta við“ er skv. mínu forstokkaða málfari að horfa til fortíðar og ég er sko ekki í því.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s