Bóndadagurinn

Að heiðra bóndadaginn er gömul og góð hefð og alveg hægt að gera sér glaðan dag án þess að hlaupa til að kaupa rándýrar gjafir eða setja allt á hvolf. Smá dagamunur er samt nauðsynlegur. Þorrinn er að byrja, nú renna upp dagar sláturs og punga og handboltinn í algleymingi, það er ekta karlatíð. Minn fær norðlenskt hangikjöt á bóndadaginn og ég luma á nokkrum laufabrauðskökum síðan um jólin sem ég ætla að splæsa í geimið. Hann þarf ekki að koma nálægt uppvaskinu. Ég verð auðvitað á peysufötum í tilefni dagsins.

5 athugasemdir

  1. Já lumrar á laufabrauði á þorranum…….pælið í því !! ég á að vísu eina köku og ætla að éta hana sjálf !!!

  2. Enginn súrmatur?
    Ég útbjó þorraveislu, ansi vel heppnuð, vantaði þó laufabrauðið og ég saknaði þess.

Skildu eftir svar við Gunna Hætta við svar