Lasarus

Arwen skógardís

Nú hef ég legið veik heima í tvo daga. Er svei mér þá ekkert skárri í dag en í gær. Með hastarlegt kvef og nefrennsli, þurran og óstöðvandi hósta, hausverk og beinverki. Arwen hefur veitt mér selskap, kúrt við rúmið mitt og vorkennt mér ægilega, ég sé það í brúnu augunum hennar fullum af tryggð og væntumþykju. Á meðan við dormum er Icesave í uppnámi, ríkisstjórnin handalaus, fólk atvinnulaust og skuldugt upp fyrir haus og almennt farið að missa trúna á þetta geti nokkurn tímann farið vel. Það er allavega mikilvægt að ná heilsu á ný svo maður geti haldið áfram að tutla upp í lánin sín, það eru víst bara stórbokkarnir sem sleppa við það og fá þau afskrifuð.

2 athugasemdir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s