Forbrydelsen

Þessi söngvari minnir mig doldið á dómsmálaráðherrann í Forbrydelsen. Mögnuð þáttaröð, skemmtilegir karakterar og rosaspenna. Síðasti þátturinn er á morgun og spennan er gríðarleg. Síðast var gefið í skyn að Bilal væri morðinginn en hann er ekki einn að verki…

3 athugasemdir

  1. Svo var það Strange eftir allt saman. Mig grunaði hann strax og Raben kallaði hann Perk. En Lund var svo skotin í honum að hún sá ekki skýrt, raðaði ekki rétt saman, sá hann ekki í réttu ljósi, ekki fyrsta konan sem lendir í því…! Og svo gafst Buch upp, það var mesta svekkelsið. Já, snilldarþættir. Vonandi fáum við svo nýja Sommer-syrpu í haust.

  2. Já, og svo allt þaggað niður á hæstu stöðum og Lund sjálfsagt send út í hafsauga á ný. En getur maður litið Strange-leikararann réttu auga eftir þetta? Reynist ekki læknirinn í Sommer vera súrrandi morðóður eftir allt saman?

Færðu inn athugasemd