Þegar húsbíllinn er kominn í hlaðið er vorið komið. Allt brumar og blómstrar, grasið grænkar, rigningin er mild og golan hlý. Sumarið skipulagt í þaula, framkvæmdir, ferðalög og ljúft líf. Arwen er strax farin að hlakka til að hossast í húsbílnum og fá að hlaupa frjáls um óbyggðirnar.