Vegurinn

Viggó sæti Mortensen leikur í mynd sem gerð var eftir bókinni

Vegurinn eftir Cormac McCarthy er hrikalega svartsýn heimsendabók. Feðgar staulast eftir bráðnu malbikinu með innkaupakerru sem í eru allar jarðneskar eigur þeirra (ábreiður og nokkrar niðursuðudósir), allt í kringum þá er auðn og sviðin jörð, heimsendir hefur dunið yfir fyrir mörgum árum og vonarglætan um nýtt eða betra líf er ansi dauf. Glæpagengi, nauðgarar og mannætur sitja um líf fólks sem berst við sult og vosbúð. Í hverju heimsendirinn felst er ekki útskýrt sem eykur á spennu og dulúð. Áhrifamikil bók. Óneitanlega verður manni hugsað til fjarlægrar framtíðar, hvernig verður þetta allt ef við höldum áfram að menga og eyðileggja, útrýma dýrum og berast á banaspjót?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s