Tónleikar

Hildigunnur Einarsdóttir hélt burtfararprófstónleika í gær í Bústaðakirkju. Hún á ekki langt að sækja tónlistarhæfileika sína, móðir hennar er Jóhanna Þórhallsdóttir, söngkona og kórstjórnandi, og faðir hennar Einar Kristján Einarsson, gítarleikari og föðurbróðir minn. Í einu orði sagt voru tónleikarnír frábærir, Hildigunnur syngur eins og engill, með tæra og fallega mezzósópranrödd, einlæga framkomu og er bara algjört sjarmatröll. Amma kom að norðan og naut hverrar mínútu. Kirkjan var troðfull og ekki þurr hvarmur á mínum bekk, lófatak og gleðilæti. Maður er bara uppnuminn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s