Leikritið Ertu nú ánægð kerling? var sett upp af Leikfélagi Þórshafnar á níunda áratugnum við góðar undirtektir. Stykkið var sýnt í félagsheimilinu, flottur söngur og frábær hljómsveit, sungin voru lögin af hinni stórskemmtilegu baráttusöngvaplötu Áfram stelpur og textarnir voru á hvers manns vörum. Platan fékkst svo í kaupfélaginu og var auðvitað spilað gat á hana. Efni plötunnar er jafnrétti kynjanna og staða kvenna, bæði lög og textar í hæsta gæðaflokki. Ég ætla því ekki að missa af Áfram stelpur í kvöld.
Hvernig var svo??