Þessa mynd fann ég hvergi á netinu. Þetta er plötuumslagið frá 1975 eftir Sigrúnu Eldjárn. Myndin er skönnuð inn af geisladiskinum sem ég keypti á tónleikum frábæru í gærkvöldi. Þarna eru kunnuglegar týpur komnar saman, einstæða mamman með krakkahrúguna og amman, pilluætan og hjúkkan. Það var rosalega gaman að heyra aftur þessi stórskemmtilegu og íronísku lög, um Þyrnirósu sem bíður eftir prinsinum sínum, Signýju (lögfræðinginn kvenlega) og Gunnu sem er útslitin kona orðin fjörutíu og eins o.s.frv. Söngkonurnar ungu hjá Nemaforum voru frábærar, þær Esther, Margrét, Sigga og Brynhildur og ég man ekki nafnið á konunni sem spilaði svo listilega á píanóið. Notaleg kvöldstund í Slippsalnum sem alltof margir misstu af.
Það var nú svolítið hlustað á þetta á sínum tíma. Einhverntíman ætluðum við stelpurnar í bekknum að fara saman á öskudaginn með þessi lög en það varð ekkert úr því. eitthvað vorum við nú samt búnar að æfa.