Íslandsklukkan

Við Óttar fórum að sjá Íslandsklukkuna í gærkveldi. Sýningin er óralöng en ekki leiddist okkur eða allavega ekki mér. Sýningin var frábærlega útfærð að hætti Benedikts Erlingssonar; lýsing, búningar,  sviðsmynd og tónlist var allt frábært. Persónur sögunnar öðlust líf og lit á sviðinu. Sjálfur lék Benedikt Arneus af innlifun og sjarma með frábærri framsögn að vanda. Lilja Nótt var flott Snæfríður, tíguleg, stolt og þroskaðist vel. Brynhildur Guðjónsdóttir var frábær í gervi Jóns Grindvíkings og Guðrún Gísla lék frábærlega og var í frábærum búningi. Magnús í Bræðratungu, uppáhaldspersónan mín, var grátbroslegur og dramatískur í meðförum Björns Thors og senurnar milli þeirra hjóna magnaðar. Ekki þarf að taka fram að Ingvar Sigurðsson var frábær eins og alltaf. Og reblikkurnar og tilsvörin eru náttúrulega ódauðleg, eílíf gullkorn og íronísk speki sem maður kann utan að og gladdist í sínu gamla hjarta við að heyra.

2 athugasemdir

  1. Dásamleg uppfærsla!
    Benedikt sannar það eina ferðina enn að hann er snillingur!
    Mamma var himinsæl með verkið, var að sjá það í annað sinn á sextíu árum.
    Farðu svo að drulla þér í heimsókn áður en ég set þig út af sakramentinu!

  2. Er ekki aðeins of mörgum sinnum notað orðið FRÁBÆR hjá mér í færslunni? Já Jónína mín, ég er alltaf á leiðinni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s