Mörg eru ljónsins eyru

Mörg eru ljónsins eyru eftir Þórunni Erlu- og Valdimarsdóttur gerist í nútímanum og vísar til atburða sem segir frá í Laxdælu sællar minningar. Hún fjallar aðallega um ástarþríhyrninginn Guðrúnu – Kjartan – Bolla þótt lögreglumaðurinn og ljónslöppin Leó sé að þvælast um á síðunum og leysa morðmál. Það er aðallega tvennt sem gerir þessa bók góða, það er í fyrsta lagi stíllinn eða tungutakið, sem er blæbrigðaríkt, frjótt, kliðmjúkt, stuðlað og myndrænt, og svo (kvenlegt) sálfræðilegt innsæi í huga og tilfinningar persónanna. Svo er hún líka lúmskt fyndin.
„Leó leiðist skýrslugerðin í vinnunni. Verður að létta sér upp, kaffið er hætt að virka. Þetta fína slagorð yfir hrunið Helvítis fokking fokk vekur forvitni um rót og merkingu orðsins í íslensku. Hann rámar i setningu úr þjóðvísu og er því viss um að þetta fucking fuck á innlenda rót… man eftir að hafa heyrt fokkum, við brokkum með stokkum. Láta það fokka, hvað þýðir það? Hlýtur að vera af sömu rót og fuck Engilsaxanna. Hann grípur íslenska orðabók úr hillunni, ÁB 1963: fokka, -aði = 1. gaufa, dunda. 2. láta e-ð fokka, sleppa, láta fara. Vissi það. Fukk er typpi í norrænum mállýskum en hér varð kynlíf losun, dund og gauf! Of kalt til að gera nokkuð utan húss og allir heyra innan dyra. Við fórum að fokka svona aumingjalega (237)“.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s