Vísitölutuð

Bensín og olía hækka enn. Þótt ég vildi sýna ráðdeild og vera umhverfisvæn, þá losna ég ekki við bensínið úr bókhaldinu mínu. Það er í neysluvísitölunni sem einhver fann upp og er reyndar ekki miðuð við neyslu. T.d. eru það aðeins um 20% þjóðarinnar sem reykir en tóbak er samt inni í vísitölunni. Og lánin okkar hækka þegar bensín og tóbak hækkar og undanfarið er það allt að 10 sinnum á ári. Er heil brú í þessu? Á endalaust að halda áfram að fita banka og fjármagnseigendur með þessum hætti? Er ekki kominn tími á endurskoðun og hagræðingu neytendum í vil? Ég get eiginlega ekki hætt að tuða um þetta þótt ég reyni að halda haus og brosa framan í heiminn allajafna.

Ein athugasemd

  1. Ég er alveg innilega sammála þér frænka. Mér, satt best að segja, blöskrar hvernig nær allir pólitíkusar, nær öll stéttarfélög, lífeyrissjóðir og vel flestir þeir aðilar sem eiga að gæta hagsmuna lítilmagnans, ganga erinda fjármagnsins.

    En þetta þarf þó ekki að koma manni á óvart ef maður skoðar samfélagsgerðina og kerfið; við búum í kapítalísku samfélagi og hæfir skel kjafti hjá okkur millistéttarfólkinu, en þeim lægra settu er vorkunn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s