Ásgrímur Angantýsson varði doktosritgerð sína í HÍ í gær við hátíðlega athöfn. Vörnin tókst vel, andmælendum tókst hvergi að reka hann á gat. Enginn kemur að tómum kofanum hvað aukasetningar varðar hjá doktor Ásgrími eða Gromma eins og hann var jafnan kallaður á mínu heimili þegar hann var lítill. En hann er ekki bara eldklár, hann Ásgrímur frændi minn, heldur líka bæði fallegur og góður. Hann er hógvær snillingur, lítillátur að eðlisfari og algjör ljúflingur.
Grommi er snillingur – verst að missa af þessu – þetta átti að verða innskotssetning…….. bara svona í tilefni dagsins 🙂
Skilst að þessi öðlingur ætli að helga líf sitt atviksorðum, ég er rosalega feiginn að svo dásamlegur maður sjái um þau:-)
Atviksorðin hafa verið hornreka í setninga- og málfræði, allavega á grunn- og framhaldsskólastigi, jafnvel notuð sem ruslakista. En þau er ótrúlega fjölbreytt og skemmtileg og framtíð þeirra björt því þau verða í góðum höndum.