Zuma-stemning

Við fórum út að borða í gærkvöldi í tilefni af Food and Fun-hátíðinni . Í Veisluturninum á Nítjándu hæð var boðið upp á matreiðslu gestakokka frá Zuma  í London en þangað fórum við fyrir nokkrum árum og fengum dýrðlegan mat. Þannig var það í gær líka, alveg sama hvaða rétt við fengum, allt var hrikalega gott og girnilegt! Nautaribeye sem ég annars borða aldrei var frábært og sósan ólýsanleg, ekki dropi af rjóma í henni. Zuma er japanskur staður og stemningin í Veisluturninum var japönsk, sushi og sake eins og hver vildi. Doldið dramatískt að á meðan við vorum að gæða okkur á kræsingunum er allt í upplausn þar í landi, neyðarástand og þjóðarsorg ríkir þessa dagana meðan við skemmtum okkur og kýlum vömbina.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s