Nú fær maður aftur trú á mannkynið eftir hraksmán í icesave-kosningunum því Gyrðir Elíasson fær bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011. Það er stórkostlegt! Íslendingar hafa sex sinnum fengið þessi verðlaun, fimm karlar og ein kona (er þetta sama kynjahlutfall og í Kiljunni?). Ég hef alltaf verið mikill og einlægur Gyrðisaðdáandi, sagnaheimur hans er svo furðulega heillandi. Eitt sinn ritaði ég grein í TMM um Steintré og hengi hana hér við fyrir áhugasama. Svo vil ég að Guðbergur Bergsson fái nóbelinn og þá er kannski smá von um betri heim.
Maður þarf að prufa Gyrði… Kannski fær Guðbergur Nóbel fyrir greinina í La Paz (eða hvað það nú heitir)
getur þú ekki haft svona „líkar við“ á síðunni þinni???
Nei, það er svo feisbúkklegt.
Svaðaleg grein hjá Guðbergi!