Góður Gyrðir

Nú fær maður aftur trú á mannkynið eftir hraksmán í icesave-kosningunum því Gyrðir Elíasson fær bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011. Það er stórkostlegt! Íslendingar hafa sex sinnum fengið þessi verðlaun, fimm karlar og ein kona (er þetta sama kynjahlutfall og í Kiljunni?). Ég hef alltaf verið mikill og einlægur Gyrðisaðdáandi, sagnaheimur hans er svo furðulega heillandi. Eitt sinn ritaði ég grein í TMM um Steintré og hengi hana hér við fyrir áhugasama. Svo vil ég að Guðbergur Bergsson fái nóbelinn og þá er kannski smá von um betri heim.

4 athugasemdir

Skildu eftir svar við Drengur Hætta við svar