Tíu bestu

Í morgun voru „tíu bestu framhaldsskólarnir“ listaðir upp í Fréttablaðinu eftir því hversu vel þeir standa sig í Morfís, Gettu betur, eðlisfræðikeppni, frammistöðu í íþróttum og menntun kennaranna. Í sjónvarpinu í kvöld var spjallað við fólk á elliheimili. Í ljós kom að margir þjást af þunglyndi og að aðbúnaður er mjög misjafn.  Mér þætti gaman að sjá lista yfir 10 bestu elliheimilin á landinu í blaðinu á morgun.

1 athugasemd

  1. alveg er ég sammála þér systir, afhverju er ekki spurningakeppni elliheimila….þar ættu aldeilis að leynast fróðir menn…. og hvar er metnaður elliheimilanna?

Skildu eftir svar við Gunna Hætta við svar