Ég skráði mig á spennandi námskeið um verk rithöfundarins Michels Houellebecqs sem átti að hefjast 18. maí. Það var blásið af vegna ónógrar þátttöku. Nú er komu hans á Listahátíð aflýst vegna eldgossins í Grímsvötnum. Við eigum greinilega ekki að mætast í myrkrinu.