Rússkí

Brátt held ég á slóðir Dostojevskís í Pétursborg. Hef verið að lesa mér til í ferðabókum (Lonely Planet) og þar kennir ýmissa grasa. Ef maður er þar á ferli að vetri til þarf að passa sig sérlega vel á grýlukertum sem hanga fram af þakskeggjum. Snemma á vorin er mikið um moskítóflugur og þær eru bæði ágengar og stórvaxnar. Síðla hausts, áður en kveikt er á kyndingunni, skríða flær upp milli gólfborðanna í leit að yl og viðbiti. Ekki er ráðlegt að taka ómerktan leígubíl og alls ekki fara upp í bíl þar sem annar farþegi er fyrir. Og alltaf á að vera á verði gagnvart vasaþjófum sem eru alls staðar. Þrátt fyrir ógnir Pétursborgar hyggst ég slíta mig úr hópnum um stund og heimsækja Dostojevskí-safnið, vopnuð skordýraeitri, regnhlíf með eitruðu oddi og með öryggishjálm.

2 athugasemdir

  1. Allur er varinn góður!!! Líst vel á fyrirbyggjandi aðgerðir og sérstaklega öryggistækin:-) á ekkert að heimsækja H&M?

  2. Ætlarðu að stinga þá farþega sem fyrir eru í leigubílum með eitruðum oddi eða vasaþjófana? Og regnhlífin er þá væntanlega til varnar ofurmoskító og fallandi grýlukertum..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s