„Ýms tíðindi (1815)
Þess er áður getið (…) að Þorkell stiptprófastur á Hólum var bersnauður orðinn. Hafði hann þá oftast lifað mjög einmana og í einhýsi í nýju timburstofunni á Hólum í mörg ár við mesta munaðarleysi og stundum skarpan kost. Oftar en sjaldnar er sagt það hafi borið við, að hann hafi eigi annað til meðdegisverðar en eldhúsreyktan hákarl, er hann keypti blautan, og það af svo skornum skammti, að fimm lóð sagðist hann ætla sjer til miðdegisverðar, og sagði sællífi ef hann hefði brauðbita með. Eftirlaun fengust engin nje bót á tekjumissi, þótt beðið væri. Var þá í tilgátum og eigi annað sjáanlegt en þessi góði öldungur mundi veslast upp af harðrjetti og annari vesöld. Þótti nú æfi hans mjög breytt orðin og umhugsunarverð. Hörmuðu það margir, einkum af kennilýðnum, er alljafnt elskaði hann og virti og hryllti við þessu dæmi. Var í ráðagjörð, að þeir fáu, er skást voru megnandi af prestum, legðu saman í einhvern lítinn forða handa honum, en það lenti við ráðagjörðina eina saman. 4. júlí sendi Stefán amtmaður skarpa ákæru til biskups um vanrækslu stiptprófasts í embættisverkum hans, einkum ungmennafræðslu. Bauð biskup Jóni Konráðssyni prófasti á Mælifelli að rannsaka það mál. Reyndust þá ungmenni betur uppfrædd en búizt var við, en til húsvitjana og annara ferða um sóknina sýndist hann, þá 78 ára gamall, eigi fær, með því hann átti enga hestnefnu, engin reiðtýgi og eigi nauðsynlegan klæðnað til að skýla kroppnum með.“ (208-9)
Bersnauður og berstrípaður!
ótrúlegt…….hvar voru verkalýðsfélögin þá???