Um Annál 19. aldar

Pétur Guðmundsson (1832-1902) var prestur í Grímsey og safnaði efni í Annál 19. aldar sem ég er algerlega heilluð af þessa dagana. Hann hlaut styrk til náms og innritaðist í latínuskólann í Reykjavík þegar hann rúmlega þrítugur. En þegar vantaði prest í Grímsey (enginn sótti um og sá sem var skipaður neitaði að gegna starfinu) var Pétri boðið starfið og undanþeginn lærdómsprófum og átti að fá meðalbrauð að sex árum liðnum. Tvisvar sótti hann um annað brauð en var synjað í bæði skiptin „og mun sjera Pjetri heitnum hafa fundist hið konunglega loforð frá 1868 ekki sem haldbezt“ (I:IX). Þjónaði hann Grímseyingum af dugnaði og sóma til 1895. Oft var þar mikill vöruskortur í eyjunni, húsakostur lélegur og samgöngur stopular og erfiðar. Kona Péturs var Sólveig Björnsdóttir, „reyndist hún manni sínum hin umhyggjusamasta og mjög samhent og þolgóð í löngu erfiði og einmanalegu starfi á afskektri ey úti í reginhafi“ (I:IX).

Hverju ári er skipt upp í kafla: Árferði, Embættismenn dóu, Prestar dóu, Konur embættismanna dóu, Ennfremur dóu, Slysfarir og skaðar, Útskrifaðir úr skóla, Skipan embætta, Prestaköll voru veitt, Aðstoðarprestar vígðir, Prófastar skipaðir, Nafnbætur og heiðursveitingar, Ýms tíðindi. Sex til átta nemendur útskrifast á ári og gerast þá prestar eða sýslumenn. Þeir ríku fá bestu sýslurnar og brauðin, hinir hokra í t.d. Grímsey eða Kaldaðarnesi, við illan kost. Konur áttu ellefu eða átján börn og ekki óalgengt að embættismenn og prestar væru tví- eða þrígiftir. Tugir manna farast í slysum á hverju ári, langflestir drukkna, farast í sjóróðri eða í ísilögðum ám eða verða úti á milli bæja.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s