„Embættismenn dóu.
18. júlí (1803). Magnús Ketilsson, prests í Húsavík, Jónssonar, og konu hans, Guðrúnar Magnúsdóttur, Einarssonar, systur Skúla landfógeta. (…) Magnús var höfðinglegur álitum, með hærri meðalmönnum, gildur að því skapi, limaður vel, herðabreiður og miðmjór, ennið hátt og mikið, augun í meðallagi stór, heldur ljósleit, skarpeygur og svipmikill, jarpur á hár, hraustmenni að burðum og að öllu fyrirmannlegur. Hann var fæddur 29. janúar 1792, útskrifaðist 1749, var tvö ár skrifari hjá Sveini lögmanni Sölvasyni, sigldi til háskólans 1751, fjekk Dalasýslu 1754, þjónaði henni alla æfi og bjó í Búðardal. Kvæntist fyrst Ragnhildi, dóttur Eggerts Bjarnasonar á Skarði 1765, og misti hana 1783. (Áttu 8 börn). Magnús kvæntist annað sinn 1795 Elínu Brynjólfsdóttur. Hann var vitur maður og vel lærður í flestum vísindagreinum, enda kenndi hann mörgum piltum undir skóla. Sjer í lagi var hann orðlagður fyrir framkvæmdir, en harðdrægur þókti hann í tekjum og var eigi að því skapi vinsæll, sem hann var auðugur og mikilmenni í hvívetna. Hann ritaði margt um búnað, viðburði, ættir og annað, og átti eigi all-lítið bókasafn.“ (46-7)