Það er hægt að grilla fleira en kjöt og pylsur. Þessa uppskrift rakst ég á um daginn:
Grillaðar sætar kartöflur
- 3 sætar kartöflur, með hýði
- Salt
- 2-4 tsk rifinn börkur af læmi, hvað viltu hafa þetta sterkt?
- cayennepipar eftir smekk
- olía, 1 dl ca
- nýmalaður pipar
- kóríander, ferskt og fínsaxað
Sjóða kartöflurnar í léttsöltu vatni þar til þær eru soldið mjúkar, kæla. Blanda saman salti, rifnum læmberki og cayenne pipar í skál. Skera hverja kartöflu langsum í sneiðar (með hýðinu á). Leggja þær á heitt grill. Pensla kartöflurnar með olíu. Grilla í ca 1-1/2 mínútu á hvorri hlið. Færa yfir á disk, krydda strax með saltblöndunni og strá síðan fersku kóríander yfir.