Sumarið er ekki búið! Ágúst er oft drjúgur með heitum dögum og húmdimmum nóttum. Um helgina fórum við í Þjórsárdal, í gegnum Þingvelli og Laugarvatn. Gullfalleg leið. Við gistum í Sandártungu sem er frábærlega fallegt tjaldstæði þar sem hver og einn getur komið sér vel fyrir í litlu rjóðri, með afar snyrtilegri aðstöðu í hvívetna og merktum gönguleiðum í fallegu skóglendi. Á heimleiðinni var Geysir/Strokkur heimsóttur og svo var karríkjúklingur með ananas eldaður á bílastæðinu áður en ekið var heim um kvöldið í síðsumarsólinni.