Ég er búin að skrá mig í Reykjavíkurmaraþon, 20. ágúst. Ætla að skrönglast 10 km hvað sem tautar og raular, vona að ég lifi það af og að starfsmenn hlaupsins verði ekki farnir heim þegar ég kem í mark. Nú þarf maður víst að fara að æfa sig, við Þóra hlupum rólega 5,6 km í blíðunni í dag og tókum stigann í tveimur lotum.
Ferð nú létt með þetta eftir Ólafsvíkurhlaupið! Svo verðurðu bara búin að setja Kim Wilde á ipoddinn og skokkið verður leikur einn.
Við Kim tökum þetta!
Þú getur þetta!!!! ég veit það, ég skal bíða eftir þér í markinu!
Dugleg!
Spyrjum að leikslokum…
dugleg ertu systir góð