Ég get hlaupið tíu km, án þess að stoppa og kasta mæðinni! Ég komst að því í Reykjavíkurmaraþoninu í dag þegar ég tók í fyrsta skipti þátt í opinberum íþróttaviðburði. Veðrið var eins og best verður á kosið og stemningin frábær, hvatningarhróp og gleðilæti á hverju horni svo maður var næstum hrærður. Slökkviliðsmenn fá fimm stjörnur frá mér en þeir hlupu sveittir og stæltir í útigalla með fatlaða í kerru. Ég var nr 2778 í röðinni af 4307 konum. Og tíminn (lokatími og „flögutími“):
2778 | 7095 | Steinunn Inga Óttarsdóttir | IS200 | F | 40 – 49 ára | 340 | 01:07:17 | 01:04:17 |
hrikalega er ég stolt af þér systir, – þetta er sko afrek!!!
…en hvað er flögutími? er það tími sem tekur að borða einn poka af flögum?
Hehe! Flögutími er tíminn frá því tímatökuflagan sem var reimuð í annan skóinn minn dúddar inn á mottu sem maður stígur á við upphaf og enda hlaups. Ss 64,17 mín. Takk Gunnar mín, ég er líka svaðalega stolt!
Myndræn framsetning af frammistöðunni: http://www.runpix.info/wrace3/00/finord_one.php?id=7095&ev=ryk11&dt=10&ln=ic
Til hamingju með þetta Steinunn. Er þetta ekki bara mjög góður tími?
Ánægð með þig, ég hljóp í huganum og gekk bara vel.
glæsilegur árangur hjá þér – kem með næst!!
Jú, Drengur, þetta er bara ágætis tími, miðað er við að byrjendur taki þetta á ca. 70 mín. Þura, þú tekur þetta í vetur með Hauka-hlaupahópnum, með Sossu í fararbroddi. Skilst að hópurinn stefni á á 10 km hlaup í Búdapest 2012! Koma svo!!!
Til hamingju með þetta Steina mín ! þetta verður sko ekki síðasti íþróttaviðburðinn þinn – Áfram Steina !