Í vonda slagviðrinu í dag leitar hugurinn til sumarsins sem leið alltof fljótt. Brátt fer húsbíllinn í skjól og útilegudótið í geymsluna. Eru allir búnir að lesa ferðasöguna?
Svo sannarlega! Ég er alltaf jafnyfirmigdottin yfir kræsingunum sem þú galdrar fram á eldavélarkrílinu í húsbílnum, hvernig eru þá eiginlega máltíðirnar í Hrauntungunni?
Þetta er nú líka spurning um að lýsa hlutunum fjálglega. Það er reyndar mjög gaman að elda á gaseldavél, þótt það séu bara 2 hellur tekur það mun skemmri tíma en á venulegri hellu og maður hefur meiri stjórn á hitanum. Svo bragðast allur matur vel í útilegu. Í Hrauntungunni í kvöld er t.d. stökkt hrökkbrauð með hummusi, harðsoðnum eggjum og niðursneiddum tómötum ásamt snarpheitu tei.
Játs, skemmtileg frásögn eins og von var á
já, búin að lesa hana, vel skrifuð og skemmtileg að vanda:-)
Svo sannarlega! Ég er alltaf jafnyfirmigdottin yfir kræsingunum sem þú galdrar fram á eldavélarkrílinu í húsbílnum, hvernig eru þá eiginlega máltíðirnar í Hrauntungunni?
Þetta er nú líka spurning um að lýsa hlutunum fjálglega. Það er reyndar mjög gaman að elda á gaseldavél, þótt það séu bara 2 hellur tekur það mun skemmri tíma en á venulegri hellu og maður hefur meiri stjórn á hitanum. Svo bragðast allur matur vel í útilegu. Í Hrauntungunni í kvöld er t.d. stökkt hrökkbrauð með hummusi, harðsoðnum eggjum og niðursneiddum tómötum ásamt snarpheitu tei.