Vatn og vellíðan

Hér eru vaskir menn alla daga að brjóta, pússa og negla. Á myndinni má sjá tilvonandi sturtuaðstöðu heimilisins. Hugmyndin er sú að fyrst eigi að blanda og stíga síðan inn í mátulega heita sturtuna (í átt að áltröppunni á myndinni).  Vonandi klárast þetta nú fljótt og vel en ég hef á tilfinningunni að iðnaðarmenn séu með svona fimm eða tíu kerlingar í takinu sem þeir lofa alltaf að koma til næst – og svíkja þær svo allar. Næsti vinnudagur er allavega alltaf spennandi og óljós hjá þeim. En það er kostur að nú nýti ég mér árskortið í líkamsræktarstöðinni sem aldrei fyrr.

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s