Kirsuberjagarðurinn

Af Wikipedia

Chekov um 1893

Kirsuberjagarðurinn eftir Anton Chekov (1860-1904) er hefðbundið stofudrama. Það er snilldarlega vel skrifað og byggt og persónur bjóða upp á nokkra túlkunarmöguleika. Það fjallar einum þræði um hnignun aðalsins í Rússlandi og alþýðuna sem vinnur sig upp til auðs og metorða eftir margra alda ánauð. Það fjallar líka um ástina, sorgina og mannlífið. Sýningin í Borgarleikhúsinu er mjög flott og á sviðsmyndin stóran þátt í því en hún er alveg frábærlega útfærð. Hljómsveitin er líka frábær. Hér er gleðin við völd. Leikararnir standa sig vel, einkum Ilmur (Varja), Þröstur Leó (Leóníd) og Valur Freyr (Epíkov) en Sigrún Edda (Ranevskaja) fannst mér frekar frekar þreytandi, með mjóa tilgerðarlega vælurödd. Hún er sinnulaus um peninga og afdrif óðalsins, m.a. vegna uppeldis sína og uppruna og algjörrar vanhæfni til að takast á við raunveruleikann. Grátkast hennar vegna sonarmissis var eiginlega bara vandræðalegt og ekki var hægt að hafa samúð með henni í sambandi við fláráðan eiginmanninn. Pétur Einarsson kom mér mjög á óvart í hlutverki þjónsins, Firs. Theódór Júlíusson var skemmtilega brussulegur og Guðjón Davíð var sannfærandi „myglaður“. Sýningin er löng og nokkrir leikhúsgestir farnir að ókyrrast eftir hlé. Ég skemmti mér vel og finnst alltaf jafnáhrifamikið þegar kirsuberjatrén eru felld í lokin.

3 athugasemdir

  1. Takk fyrir samveruna í leikhúsinu -ég er sammála þér í megindráttum, Sigrúnu Eddu tókst einhvern veginn ekki að vekja upp samúð hjá mér á neinn hátt. Sviðsmynd flott og Ilmur bar af leikurunum þarna.

  2. Ég sá leikritið á fimmtudaginn var og var þokkalega sátt fyrir hlé en jesús minn, þetta ætlaði bara ALDREI að enda eftir hlé!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s