Jólaboðið í ár lukkaðist aldeilis vel. Veisluborðið var hlaðið glæstum veitingum, glöggið reif í og gestirnir léku als á oddi. Pakkaleikurinn er hámark kvöldsins þegar bældar hvatir og óuppgerðar sakir ryðjast upp á yfirborðið. Sálmasöngurinn á eftir róaði liðið aðeins en síðustu gestirnir fóru um tvö, eftir trylltan dans á stofugólfinu. Svona eiga jólaboð að vera.
Einn gestanna gleymdi glossi og Grommi gleymdi dýrindis kökubakka. Sækja má óskilamuni til mín fram að næsta jólaboði.
Ég held að Grommi vilji ekki eiga þennan bakka því hann gleymdi honum líka í afmæli afa í Kársnesskóla – samt er þetta fínasti bakki. En kærar þakkir fyrir frábært jólaboð Steinunn og þið elskulegu frændsystkin eruð dásamleg.
kærar þakkir fyrir mig, skemmti mér hið besta, veit ekki með nágrannana…….
Að sjálfsögðu var það ég sem gleymdi glossi! Takk fyrir mig, þetta var dásamlegt að vanda. Gott ef ég sit ekki á sama stað líka. Voðalega eru Holtungar íhaldssamir.
Það er svo dásamlegt við Holtunga, hefðir og vani í heiðri. Það er líka komin hefð á að þú gleymir einhverju í boðinu.