Trúir þú á töfra?

“ – Þetta er allt spurning um sköpunina, María mín, sumt fólk getur ekki lifað nema að skapa, þannig manneskja er ég og þess vegna er lífið bara ein stór spurning um kröfur sköpunarinnar. Hún sækir á og velur sér leið, lambabarn, það að mála kött er það sama og segja af honum sögu, það að sauma út mynd af hesti er það sama og að yrkja um hann ljóð. Spurningin er bara hvaða leið maður fer til að sýna þann dauðvona fugl sem maður felur innst í  hjarta sér og segja honum að vera sá fugl sem hann er og syngja um hvaðeina sem hann vill, stundum um hrædda konu, stundum um ást, stundum um vá og háska og voðaleynd mannsins“ (236).

Bók Vigdísar Grímsdóttur er litrík orðaveisla með ljóðaglaumi. Ógnvekjandi er hún samt, lýsir einræðisríki þar sem ógnarstjórn, ofbeldi og grimmd viðgengst og fólk er algjörlega varnarlaust. Tilraun um fyrirmyndarríki er algengt þema í bókmenntum en sjaldnast í ljóðrænum dúr eins og hér. Verk Nínu Bjarkar Árnadóttur eru alls staðar í sögunni og ég var satt að segja búin að gleyma hversu magnað skáld hún er. Sagan er ekkert léttmeti heldur þung, hæglesin og torræð, margt er gefið í skyn um háska og voða en fátt sagt berum orðum. Myndum er brugðið upp af pyntingaherbergi, sveltandi gamlingjum, fullum kirkjugörðum, niðurlægðu og óhamingjusömu fólki. Allt er réttlætt með „leikritinu“, að hver og einn hafi hlutverk og verði að leika það hvað sem tautar og raular. Á sunnudögum er alltaf skemmtun sem sefar fólkið um stund þar eru m.a. lesin ljóð og ölið þambað. Lesandinn veit allan tímann að þetta mun aldrei fara vel. Persónurnar eru skrautlegar og eftirminnilegar, t.d. bókavörðurinn, mamman og pabbinn og Finnur, venjulegt fólk sem reynir að lifa af við hrikalegar aðstæður. Töfrum slungin saga, ofin mörgum leyniþráðum, meistaralega tengd við skáldskap og boðskap sem sannarlega er ekkert fagnaðarerindi.

2 athugasemdir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s