Bónusstelpan

Diljá er ung, hugmyndarík og nett ofvirk en varla skyggn eða kraftaverkakona, eða hvað? Lokaverkefni hennar í Listaháskólanum er gjörningur, hún ætlar að vera á kassa í Bónus, vera eldhress með bleikt hár og gult naglalakk, taka herlegheitin upp og sýna beint. Hún meinar ekkert illt en verkefnið vex hennni yfir höfuð og siðferðisspurningar vakna. Í Bónusstelpunni eftir Rögnu Sigurðardóttur er fjallað um  trú, von og kærleika á skemmtilegan hátt. Persónurnar er einkar vel gerðar og smjúga beint í hjarta lesandans. Saga margra þeirra er átakanleg og dregur upp mynd af því hversu langt er fólk er tilbúið að ganga í erfiðri lífsbaráttu og réttlátri reiði (ef hún er til). Þetta er ástarsaga,  hárbeitt hrunsaga og kraftaverkasaga, saga um list og hæfileika, mjög vel skrifuð og persónurnar skipta mann máli. Sagan er soldið tætingsleg, mörgu er velt upp en ýmsu ósvarað og óafgreitt í lokin, hinn dularfulli Haffi er óljós persóna allan tímann og afstaða Diljár til hans blendin eins og lesandans. Kjör Huldu og Guðrúnar eru nístandi bág og lýsandi fyrir stéttskipt íslenskt þjóðfélag með atvinnuleysi, kreppu og hörmungum en örlitla vonarglætu má þó  eygja hjá Svönu og Ófeigi sem þrátt fyrir hliðarspor og tímabundna fjarlægð virðast ætla að höndla hamingjuna.

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s