Allt með kossi vekur

Ég lauk við Allt með kossi vekur á dögunum. Ég er búin að vera með hana og Hjarta mannsins á náttborðinu alllengi. Bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur er fersk, frumleg, ágeng og spennandi,  byggingin er úthugsuð og frásagnarhátturinn flottur. Farið er milli heima í tíma og rúmi, mörk veruleika, draums og ímyndunar renna saman, persónurnar eru eins og hjá Dostojevskí; ramba á barmi geðveiki,  fara út á ystu nöf og láta mann ekki í friði með örlög sín, einkalíf, skoðanir og gjörðir. Elísabet er klikkuð og kæfandi, Láki maður hennar er myndasögusmiður og tvær sagna hans eru birtar í bókinni, ástar/sköpunarsaga um koss lífsins. Sonur Elísabetar er Davíð sem reynir að lifa venjulegu lífi og púsla sjálfsmyndinni saman eftir erfiða bernsku. Hann á í ástarhaturssambandi við móður sína, og skrifar söguna jafnóðum og brotin raðast saman en það sem knýr hann áfram er m.a. að komast að þætti móður hans í dauða Indi, bestu vinkonu Elísabetar. Indi er kaupsjúk og kvalin, músarleg og meðvirk, í sambúð með dauðyflinu Jóni sem breytist í geðsjúkling þegar hann er vakinn með kossi. Svo fer allt af stað, eldgos og eiturlyf, draumfarir og djöfulgangur. Vel hugsað, spennandi saga með djúpum pælingum um list, heimsendi og dauða. Hér er mjög góður ritdómur um bókina.

3 athugasemdir

  1. Pingbackið: “Gudrun Eva’s book is fresh, original, demanding and exciting, with a well-ordered structure and a flawless narrative mode. Different worlds are visited in time and space, the boundaries of reality, dreams and imagination melt together and the characters are like Dostoevsky’s: they teeter on the brink of mental illness, they go right to the edge, and their destiny, private lives, opinions and actions don’t leave you in peace.
    Elísabet has an unstable and stifling personality; her husband Láki is a strip cartoon creator, two of whose stories feature in the book, a love/creation tale about the kiss of life. Elísabet’s son, David, tries to lead an ordinary life and assemble the jigsaw puzzle of his self-image following a difficult childhood. He has a love/hate relationship with his mother, and writes his story as each piece of the puzzle falls into place – driven on, amongst other things, by the desire to uncover his mother’s part in the death of her best friend Indi. Indi is a tortured, shopaholic soul, mousy and submissive, living with Jón, a wet blanket who becomes transformed into a psychopath on being awakened with a kiss. That is when it all starts, volcanic eruptions, drugs, dreams and disturbances. A well thought-out, exciting novel with deep speculations on art, the end of the world and death.”

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s