Fásinna

Fásinna eftir Horacio Castellanos Moya (f. 1957, suðuramerískur) er eftirminnilegt og hárbeitt verk. Hún byggir líklega á sannsögulegum atburðum, þ.e. þjóðarmorði í Guatamala á árunum 1960-1996 þar sem þúsundum  indjána, frumbyggjum landsins, var útrýmt. Væskilslegum, ógeðfelldum og ístöðulausum manni er falið að prófarkalesa hnausþykka skýrslu sem kaþólska kirkjan lét gera um málið (það er eitthvað dularfullt við það) og efnið hefur gríðarleg áhrif á hann, sem vonlegt er. Lýsingar og setningar sem hafðar eru eftir fólki sem lifðu af hörmungarnar enduróma í huga hans og gera hann vitlausan enda þrungnar hrikalegri sorg eftir áföll og ofbeldi. Stíllinn er lotulangur, keyrður út að ystu mörkum og minnir oft á efnistök Dostojevskís þegar örvæntingin tekur öll völd. Þýðing Hermanns er afar þýð en ég þekki þó ekki frumtextann, textinn rennur vel þótt setningar séu óralangar, fleygaðar og flóknar og fari í marga hringi. Verkið snýst um áhrifamátt tungumálsins, kúgun, grimmd og ofbeldi, þöggun og geðveiki. Eflaust hafa óteljandi grimmdarverk verið framin um heim allan og verið þögguð niður meðan við lifum okkar þægilega og verndaða lífi. Fásinna er áleitið verk sem eltir mann uppi og lætur mann síðan ekki í friði.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s