Inga hélt upp á 17 ára afmælið sitt á föstudagskveldið. Afi orti auðvitað til hennar vísu:
Iðkar grín en vill ei vín
varast hrín og gólin
Ingilín er afar fín
eins og skíni sólin.
Einnig skaut hann vísu á nafna sinn sem varð 25 ára á dögunum:
Óttar glaður er í kvöld
ekki missir trúna.
Helminginn af hálfri öld
hefur lifað núna.
gaman að sjá þau og rifja upp gamla daga, fyrir svona 29 árum , skilaðu kveðju
pabbi klikkar ekki
Ég ætlaði að skrifa: ,,Óttar klikkar ekki“ en Þura stal því frá mér. Til hamingju með börnin!