Skrapp í kvennahlaupið á laugardaginn en var ekki sérlega vel undirbúin. Átti ekki einu sinni orkustöng til að naga áður en hlaupið hófst og fór því þessa 10 km eingöngu fyrir eigin vélarafli. Enda var ég fljótlega orðin rangeyg, rennsveitt og lafmóð, þurfti að stoppa til að kasta mæðinni og reima annan skóinn, og síðustu 2 km voru erfiðastir. En mér tókst að vera undir 60 mín! (59.56) og var lengst af á góðum hraða en það kom töf eða hik hjá mér í lokin þar sem markið var ekki alveg auðfundið. Veðrið var frábært og svo heitt að ég skokkaði í skugganum þar sem því var viðkomið. Ég gleymdi alveg að taka mynd. Eftir hlaupið voru svo dýrindis veitingar hjá Þuru og Skúla að vanda.
nú veitingar að vanda……. kannski maður fari þá að reima á sig skóna – eða gerir þú það kannski fyrir mann????