Krossgötur

Ný bók Lizu Marklund um blaðakonuna þrautseigu og snjöllu, Anniku Bengtson, heitir á frummáli Du gamla, du fria sem er þýtt sem Krossgötur. Í sögunni er manninum hennar rænt og haldið í gíslingu í myrkviðum Afríku upp á líf og dauða. Sjónarhornið er til skiptis hjá henni og honum og eru kaflarnir sem gerast í gíslingunni gríðarlega spennandi. Sálarstríð og björgunaraðgerðir Anniku er ekki eins spennandi, þar er lopinn teygður með senum eins og „hún pissaði og burstaði í sér tennurnar…“ þar til maður fær alveg nóg. Endirinn er óvæntur og sýnir alveg nýja hlið á þeim hjónum en ég var þeirri stundu fegnust þegar ég lauk við bókina. Ofbeldið er gríðarlegt og spennan oft óbærileg en frásögnin er langdregin og lágreist og þýðingin er víða ansi kæruleysisleg. Í bókinni kemur vel fram snörp ádeila á okkur Vesturlandabúa sem hugsum bara um okkur sjálf og skeytum engu um örlög meðbræða okkar í öðrum heimsálfum. Við stuðlum að vopnasölu, barnaþrælkun og blóðdemantasölu og hirðum arðinn af viðskiptunum til að geta búið enn betur um okkur og makað krókinn. Vondu Vesturlönd.

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s