Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast rifjast upp fyrir mér ferðalög með fjölskyldunni forðum daga, í vw-bjöllu sem alltaf var troðfull af farangri, vegaryki og sígarettureyk. Við þrjár systurnar vorum alltaf bílveikar en til að hressa okkur við voru ýmsir leikir í boði, gátur, sögustundir og landafræðikennsla og alltaf var mikið sungið í bílnum. Meðal þess vinsælasta var einn af fjölmörgum lagatextum sem pabbi hefur samið í gegnum árin. Þessi texti er um Dalvík við lagið Love me tender, en þá var hann skólastjóri við Húsabakkaskóla í Svarfaðardal. Í hvert sinn sem farið var í kaupstaðarferð út á Dalvík frá Húsabakka var þetta lag alltaf sungið hástöfum og margoft síðan og það minnir mig á ljúfa bernskudaga.
:;:Dalvíkin er draumablá
og dýrðleg til að sjá:;:
Ofar stendur Upsafjall
eins og gamall kall
:;:Sólin skín á stein og stekk
og stúlku í fyrsta bekk:;:
Já þetta vekur upp margar góðar minningar.
Ég er ekki hissa á þið hafið verið bílveikar í sígarettureyknum 🙂