Það er alltaf gaman að fá sér ný föt og poppa fataskápinn aðeins upp. Ég keypti mér þennan fína sparijakka (Zara), samkvæmiskjól og kimono (Topshop) á ágætu verði og er nú tilbúin í fjörið. Bæði kjóll og jakki eru í djörfum litum en kimonoinn í gamla, góða og örugga svarta litnum sem ég dett alltaf í en þarf endilega að hvíla mig á. Ég var með tískulöggu með mér sem gaf góð ráð og hlífði mér hvergi þegar kom að smekk og mátun. Hún vélaði mig til að splæsa á sig gaddaskónum sem sjá má á myndinni.
Sko mínar! ekki að spyrja að ykkur mæðgum, þetta lofar góðu, glaðlegt og fallegt eins og tískulöggurnar…….
nú ! ég hélt að þú keyptir þér aldrei neitt ! en þetta er ógeð flott