50 Shades

Það er allt á suðupunkti í 50 Shades of Grey (þýðingin 50 gráir skuggar er ekki að gera sig). Herra Grey (27) hefur læst klónum í Anastasiu (22), hreina og eldheita mey, sem roðnar af minnsta tilefni og fellur fyrir fegurð hans, ríkidæmi og sjarma. Hann hyggst fá útrás fyrir annarlegar hvatir sínar og drottnunargirni með því að gera hana að kynlífsþræli sínum. Ekkert kúr eða kelerí, takk, heldur skriflegur samningur, harðir skilmálar og dýrar gjafir. En hún kemur honum sannarlega á óvart með hreinskiptni sinni, bálandi kynhvöt og ást. Ætli þetta krúttlega daður og fjöruga kynlíf endi svo með giftingu? Þessi söguþráður hljómar  frekar kunnuglega. Höfundurinn (heimasíða hennar) virkar stórfurðulegur í viðtali hér og á saurblaði segir að bókin sé byggð á „earlier serialized version online with different characters“ sem birt var undir dulnefni. Ég er komin þar í sögunni að kvenremban í mér þolir varla mikið meir. Merkilegt að í svona “klámbók” sé hvorki minnst á píku (cunt) né typpi (dick). Bara “my sex”, down there” og “his erection”.

2 athugasemdir

  1. Ég gluggaði í þetta í bókabúðinni – það er ekki hægt að snúa sér við án þess að sjá bókina – og þvilíkt drasl, maður. Sigur auglýsandans yfir efninu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s