Það er orðið langt síðan ég hef sett hér inn mynd af tíkinni minni fögru, Arwen. Hún er kát og kelin, ráðsett og geðgóð, trygg og ástúðleg. Hún setur skemmtilegan brag á heimilislífið og er elskuð af öllum sem umgangast hana (flestum). Vegna fegurðar hennar og eðlislægrar geðprýði eru henni fyrirgefnar allar syndir, s.s. tímabundið hárlos og túrdropar, rispur í parketi og hurðum, stundaróhlýðni í hita leiksins, gelt og væl og sníkjur. Hundar kennar manni að lifa í núinu, að elska án skilyrða og hafa ekki áhyggjur af hlutum og drasli.
Heimasíða Arwenar sem fyrrum eigandi hennar gerði 2004
Eins og talað út úr mínum munni. Nema bara miklu betur orðað!
… já henni er nú fyrirgefið margt og er vissulega elskuð að flestum!!!!
æj músan Ingu sín
æj en gaman að rekast á síðuna og sjá mynd af yndinu henni Arwen 🙂 ég er s.s. systir fyrrum eiganda hennar.