Og rommflaska með…

Pabbi hefur það fyrir sið að bjóða dætrum sínum og barnabörnunum í leikhús af og til. Um daginn var það Gullleyjan í Borgarleikhúsinu. Skáldsaga Robert Louis Stevenson (1850-1894) er mögnuð, hörkuspennandi og hrollvekjandi. Hún kom fyrst út 1883 og var fyrsta verk hans sem sló í gegn. Leikritið hefur verið fært niður um nokkra aldursflokka og persónurnar gerðar mildari og skoplegri. Sviðið er mjög flott en tónlistin llítt eftirminnileg nema „Uppreisn um borð“ sem er smart sjóræningjalag sem festist vel í minni. Bergur Þór er stjarna leikritsins, lék sin hlutverk bæði af snilld og innlifun og átti fyndna frasa, eins Kjartan Guðjónsson sem Ben Gunn.  Björn Jörundur (Langi Jón Silfur) var frekar stirður framan af en aðeins hressari eftir hlé en skorti samt allan sjóræningjasjarma og lék bara ekkert sérlega vel. Liklega var hann ekki i neinu stuði, þetta eru orðnar ansi margar sýningar og tvær sýningar á dag kannski ekki sérlega uppörvandi. Ekki tókst nógu vel að undirbyggja samband hans og Jim Hawkins svo trúnaðarbrestur og vonbrigði drengsins yfir svikum sjóræningjans voru ekki sannfærandi. Theódór Júlíusson klikkar ekki og sviðshreyfingar Álfrúnar Örnólfsdóttur eru þokkafullar en framsögnin ekki nógu góð. Þýðingin er ágæt, textarnir skemmtilegir, heyrðist mér. Krökkunum þótti gaman og það er fyrir öllu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s